Hvað er innbúsverðmæti?
Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því hvað er átt við með innbúsverðmæti. Einfaldast er að segja að það er verðmæti þess sem þú tekur með þér þegar þú flytur. Undir innbú falla t.d. ekki gólfefni eða innréttingar.
Hvenær fórstu síðast yfir innbúsverðmæti þitt?
Þegar ráðgjafar okkar spyrja viðskiptavini hvert sé verðmæti innbúsins þá verður stundum fátt um svör. Við gerum okkur ekki grein fyrir verðmæti innbús okkar fyrr en við förum yfir það herbergi fyrir herbergi. Með tímanum verða líka breytingar á eignum fjölskyldunnar. Það fjölgar á heimilinu, við förum í stærra húsnæði, fáum gjafir og eftir því sem tíminn líður, eignumst við oft dýrari hluti. Því er nauðsynlegt að fara reglulega yfir verðmæti innbús.
Á tryggingaskírteini Fjölskylduverndar kemur fram sú upphæð sem innbúið er tryggt fyrir. Á skírteininu er hún kölluð vátryggingarfjárhæð. Mikilvægt er að sú upphæð sé nokkuð rétt, annars er ekki öruggt að fullar bætur fáist ef til tjóns kemur.
Til að sjá vátryggingarfjárhæð þína þá er best að skoða tryggingarskírteinið á Mitt Sjóvá. Þú getur líka sent okkur póst á sjova@sjova.is eða haft samband við okkur í síma 440 2000.
Þú getur notað reiknivélina hér fyrir neðan til að sjá hvert áætlað innbúsverðmæti þitt er og borið saman við það sem er á skírteininu.