EN
  • Mínar síður
Loka valmynd
  • Einstaklingar
    • Líf og heilsa
      • Líf- og sjúkdómatrygging
      • Barnatrygging
      • Líftrygging
      • Sjúkdómatrygging
      • Sjúkra- og slysatryggingar
      • Sjúkrakostnaðartrygging
      • Sparnaðarlíftrygging
    • Heimilistryggingar
      • Fjölskylduvernd
      • Fasteignatrygging
      • Brunatrygging
      • Sumarhúsatrygging
      • Innbúsverðmæti
      • Innbústrygging
      • Búslóðaflutningur
      • Frítímaslysatrygging
      • Reiðhjólatryggingar
      • Snjalltrygging
      • Dýratryggingar
    • Ökutækjatryggingar
      • Lögboðin ökutækjatrygging
      • Kaskó
      • Bílrúðutrygging
      • Vagnakaskó
      • Bílpróf
      • Vespur og létt bifhjól
      • Eftirvagnar
      • Tryggingar í akstursíþróttum
      • Kaskóskoðun - upplýsingar um myndir
    • Stofn
      • Hvernig kemst ég í Stofn?
      • Stofnendurgreiðsla
      • Afslættir og fríðindi
      • Afsláttur af barnabílstólum
      • Afsláttur af dekkjum
      • Afsláttur af bílaleigubíl
      • Leikhópurinn Lotta
      • Vegaaðstoð
    • Ferðatryggingar
      • Tryggingar á ferðalagi
      • Ferðatryggingar
      • SOS Neyðarþjónusta
    • Gott að vita
      • Fá tilboð í tryggingar
      • Greiðsluleiðir og gjaldskrá
      • Mitt Sjóvá
      • Rafræn viðskipti
      • Áramót
      • Nágrannavarsla
      • Innsýn Sjóvá
      • Upplýsingar varðandi endurgreiðslu iðgjalda Grindvíkinga í desember 2023
      • Tjón af völdum jarðskjálfta og forvarnir gegn þeim
      • Vísitölur
      • Greiðsludreifing
    • Skilmálar og eyðublöð
      • Skilmálar
      • Eyðublöð
      • Upplýsingaskjöl
    • Forvarnir
      • Almennt um forvarnir Sjóvá
      • Nágrannavarsla
      • Eldvarnir
      • Sumarhús
      • Vatnsvarnir
      • Barnabílstólar
      • Viðbúnaður vegna jarðskjálfta
      • Miðstöð slysavarna barna
      • Safetravel app
  • Fyrirtæki
    • Eignir
      • Fasteignir
      • Lausafé
      • Rekstrarstöðvun
    • Starfsmenn
      • Slysatrygging launþega
      • Sjúkra- og slysatryggingar starfsmanna
      • Líf- og heilsutryggingar
      • Ferðatryggingar starfsmanna
    • Ökutæki
      • Ökutækjatrygging
      • Kaskótrygging
      • Aksturstrygging vinnuvéla
      • Húftrygging vinnuvéla
    • Ábyrgð
      • Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar
      • Starfsábyrgð
    • Sjótryggingar
      • Húftryggingar skipa
      • Áhafnatrygging
      • Afla- og veiðafæratrygging
      • Nótatrygging
      • Farmtryggingar
    • Tryggingar fyrir þinn rekstur
      • Ferðaþjónusta
      • Framleiðsla og iðnaður
      • Landbúnaður
      • Sjávarútvegur
      • Sveitarfélög
      • Verslun og þjónusta
      • Íþróttafélög
    • Þjónustan
      • Rafrænn ráðgjafi
      • Fyrirtækjaþjónusta
      • Greiðsludreifing
      • Tjón
      • Forvarnir fyrirtækja
      • Rafrænir reikningar frá Sjóvá
      • Brunavarnir
    • Skilmálar og eyðublöð
      • Skilmálar
      • Eyðublöð
      • Upplýsingaskjöl
  • Tjón
    • Viðbrögð við tjóni
      • Hvernig tilkynni ég tjón?
      • Fyrstu viðbrögð
      • Spurt og svarað
      • Ökutæki
      • Bílrúður
      • Fasteignir
      • Líf- og heilsa
      • Ferðalög og farangur
      • Innbú- og lausamunir
      • Dýratryggingar
      • Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög
      • Húsfélög
    • Þjónusta/upplýsingar
      • Almennar upplýsingar um ökutækjatjón
      • Samstarfsaðilar ökutækjatjóna
      • Á ég rétt á bílaleigubíl
      • SOS Neyðarþjónusta
      • Áfallahjálp
    • Forvarnir
      • Almennt um forvarnir
      • Framrúðuplástur
      • Forvarnir fyrirtækja
      • SafeTravel appið
  • Um okkur
    • Fréttir
      • Almennar fréttir
      • Viskubrunnur
      • Fréttir frá Kauphöllinni
      • Afslættir og fríðindi
      • Viðburðir
      • Eldri fréttir
    • Fjárfestar
      • Fjárhagsdagatal
      • Fjárhagsupplýsingar
      • Hluthafalisti
      • Stjórn og skipurit
      • Tengiliðir fjárfesta
      • Árskýrsla 2023
      • Afkomukynning 4F 2024
      • Aðalfundur 2025
    • Sjóvá
      • Útibú og umboð
      • Hlutverk og framtíðarsýn
      • Siðareglur Sjóvá
      • Ábendingar, kvartanir & hrós
      • Tilkynna misferli
      • Lagalegur fyrirvari
      • Sjóvá-Almennar líftryggingar hf.
      • Sjóvá og sjávarútvegurinn
      • Starfsemi Sjóvár 100 ára
    • Vinnustaðurinn
      • Störf í boði hjá Sjóvá
      • Vinnustaðurinn Sjóvá
      • Vottanir
    • Markaðsmál
      • Fjölmiðlatorg
      • Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ
      • Sjóvá spjallið
    • Samfélagsleg ábyrgð
      • Stefna um sjálfbærni og samfélagsábyrgð
      • Umhverfisstefna
      • Aðrar stefnur tengdar sjálfbærni
      • Siðareglur birgja
      • Sjóvá og samþætting við heimsmarkmið
      • Slysavarnafélagið Landsbjörg
      • Styrkbeiðni
      • Samfélagsskýrsla 2021
      • Sjálfbærni - Ábendingar og hugmyndir
    • Öryggi og persónuvernd
      • Öryggi og persónuvernd á vefnum
      • Meðferð upplýsinga
      • Stefna um persónuvernd
      • Gagnagátt
      • Rafrænir reikningar
  • Mitt Sjóvá
  • EN
  • Vinsælar leitir
    Viðurkennd verkstæði Heimilistrygging Tilkynna tjón English

Vespur og létt bifhjól

Þeim fjölgar stöðugt sem ferðast um göturnar á vespum eða léttum bifhjólum. Ungt fólk er sérstaklega hrifið af þessum ferðamáta. Það er mikilvægt að ökumenn slíkra hjóla og foreldrar þeirra kynni sér vel reglurnar sem gilda um þau og hugi vel að öryggi sínu og annarra vegfarenda.

Sífellt vinsælli ferðamáti

Vespur eru orðnar mjög vinsæll ferðamáti fyrir ungt fólk jafnt sem fullorðna. Það er leyfilegt að aka vespum, sem flokkast sem létt bifhjól í flokki 1, bæði á gangstígum og hjólastígum, því er nauðsynlegt að þeir sem aka þessum bifhjólum þekki vel þær umferðarreglur sem gilda þar. Það er á ábyrgð foreldra að kenna krökkunum þær umferðarreglur sem gilda og hvernig skuli haga akstrinum. Mikil umferð er oft á göngustígum, ekki síst nú þegar sífellt fleiri ganga, hjóla og hlaupa í frítíma sínum. Því er mikilvægt að þeir sem ferðast um á léttum bifhjólum sýni ýtrustu varkárni og tillitssemi. Þannig er hægt að lágmarka slysahættu og stuðla að öryggi okkar allra í umferðinni.   

 

Létt bifhjól og tryggingar

Það er ekki vá­trygg­inga­skylda á léttum bif­hjólum í flokki 1, líkt og á öðrum skrán­ing­ar­skyldum öku­tækjum (s.s. bílum og mótor­hjólum). Í flokki léttra bifhjóla I eru bifhjól sem ná ekki meiri hraða en 25 km á klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Slík hjól falla aftur á móti undir Fjölskylduverndina hjá okkur og því er ökumaður sem er með Fjölskylduvernd 2 eða Fjölskylduvernd 3 tryggður fyrir tjóni og er slysatrygging í frítíma valkvæð í Fjölskylduvernd 1. Fjölskylduverndin nær yfir: tjón sem verða á bifhjólinu, þjófnað, slys á ökumanni og munaskemmdir þriðja aðila. 

 

Spurt og svarað

Hvað flokkast sem létt bifhjól?
Loka ítarefni

Léttum bifhjólum er samkvæmt umferðarlögum skipt í tvo flokka, I og II. Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur eða þremur hjólum sem ekki eru hönnuð fyrir hraðari akstur en 25 km/klst og geta verið með rafmótor eða bensínmótor. Þessi hjól eru skráningarskyld en undanþegin vátryggingarskyldu. Það þýðir að ekki er á þeim lögboðin ökutækjatrygging sem felur í sér ábyrgðar- og slysatryggingu.

Hvað þarf ökumaður að vera orðinn gamall til að mega keyra?
Loka ítarefni

Ökumaður þarf að hafa náð 13 ára aldri. Það gildir um þær vespur sem flokkast sem létt bifhjól í flokki 1.

Má vera með farþega á hjólinu?
Loka ítarefni

Það er með öllu óheimilt að vera með farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður sé 20 ára eða eldri.

Sé ökumaður orðinn 20 ára má hann aðeins vera með farþega ef framleiðandi staðfestir að hjólið sé gert fyrir farþega. Farþeginn verður þá að sitja fyrir aftan ökumanninn og er skylt að vera með hjálm. Farþegi sem er 7 ára eða yngri þarf að sitja í sérstöku sæti sem ætlað er fyrir unga farþega.

Það er því miður alltof algeng sjón að sjá unga ökumenn með allt upp í þrjá farþega á bifhjólunum og oft er enginn með hjálm. Það er því nauðsynlegt að brýna fyrir ungu fólki  þá miklu slysahættu sem skapast við þessar aðstæður og fylgjast vel með að þau fylgi gildandi reglum.

Þarf að vera með hjálm?
Loka ítarefni

Það er skylda samkvæmt lögum að ökumaður og farþegi á léttum bifhjólum séu með hjálm. Þetta er mikilvægasti öryggisbúnaðurinn til varnar alvarlegum höfuðmeiðslum og getur skipt sköpum ef slys verður.

Þarf að hafa réttindi til að keyra létt bifhjól í flokki I?
Loka ítarefni

Engin krafa er gerð um nein réttindi eða ökunám fyrir ökumenn sem aka léttu bifhjóli í flokki I. Það er hins vegar mikilvægt að ökumenn þessara hjóla séu meðvitaðir um þær umferðarreglur sem gilda um þau. Það er á ábyrgð foreldra og forráðamanna ungra ökumanna að fara yfir þær reglur sem gilda og hvernig sýna ber öðrum vegfarendum tillitssemi í umferðinni.

Hversu hratt má aka léttu bifhjóli í flokki I?
Loka ítarefni

Hjólin eru ekki gerð til að fara hraðar en 25 km/klst og óheimilt er að gera breytingar á hjólinu sem auka afl þess og hraða.

Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með því hvort breytingar hafi verið gerðar á hjólinu til að auka afl og hafa eftirlit með slíku.

Hvar má aka léttu bifhjóli í flokki I?
Loka ítarefni

Það er heimilt að aka léttum bifhjólum á gangstétt, hjólastíg og í almennri umferð. Engu að síður er ekki mælt með að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50km/klst, þó að það sé heimilt.

Best er að aka þessum hjólum á hjólastíg eða gangstétt, eftir því sem við á. Ávallt skal víkja fyrir gangandi vegfarendum en þeir hafa forgang á gangstígum samkvæmt umferðarlögum.

Þarf að tryggja hjólið?
Loka ítarefni

Það er ekki vátryggingaskylda á léttum bifhjólum í flokki 1, líkt og á öðrum skráningarskyldum ökutækjum (s.s. bílum og mótorhjólum). 

Slík hjól falla hinsvegar undir Fjölskylduverndina hjá okkur og þar er innifalinn eignatrygging, ábyrgðartrygging og slysatrygging. Ef hjólin eru notuð á lögmætan hátt og falla undir flokkinn Létt bifhjól í flokki 1, þá er ökumaðurinn og hjólið tryggt undir skilmálum Fjölskylduverndarinnar (athugið að slysatrygging í frítíma er valkvæð í Fjölskylduvernd 1).

Tryggingin bætir: tjón á bifhjólinu, þjófnað, slys sem verða á ökumanni og munatjón hjá þriðja aðila. 

Þarf að skrá létt bifhjól í flokki I?
Loka ítarefni

Hjólin hafa verið skráningarskyld hjá Samgöngustofu frá og með febrúar 2015. Samgöngustofa hefur hins vegar ekki enn hafið skráningu á þeim en mun kynna það þegar skráningarskyldan verður virk.

Mikilvægt er að þeir sem eiga slík hjól fylgist því með stöðu þessara mála á heimasíðu Samgöngustofu.

Frekari upplýsingar

Alþingi samþykkir breytingar á umferðarlögum 17. febrúar 2015. Hægt er að skoða það frekar hér.

Upplýsingar á vef Samgöngustofu varðandi breytingar á umferðarlögum 2015 er að finna hér.

Þú ert hér:

  1. Íslenska
  2. Einstaklingar
  3. Ökutækjatryggingar
  4. Vespur og létt bifhjól
Sjóvá
  • Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Kt. 650909-1270
  • Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. Kt. 680568-2789
  • Kringlunni 5, 103 Reykjavík
Hafðu samband
Þjónustusími
440 2000
Neyðarnúmer tjóna
440 2424
Netfang
sjova@sjova.is
Vegaaðstoð
Persónuverndarstefna
Lagalegur fyrirvari
Opnunartímar
Mán - Fim 9:00 - 16:00
Fös 9:00 - 15:00
Útibú
Sjá opnunartíma útibúa
  • Vottanir Sjóvá
Hafðu samband Smelltu hér
Þjónustusími
440 2000
94734A73-7B6C-480E-BF65-F0BF47918314 Created with sketchtool.
Netspjall
Opna spjall
Ábending
Smelltu hér
Vinsælar leitir
Viðurkennd verkstæði Heimilistrygging Tilkynna tjón English

Fá tilboð í tryggingar

Engin skuldbinding

Tilkynna tjón

Fljótlegt og einfalt

Hafðu samband

Kringlunni 5 - 103 Reykjavík
Opnunartími útibúa 9:00 - 16:00

Þjónustusími: 440 2000

Neyðarnúmer tjóna: 440 2424

Vegaaðstoð:

Netfang: sjova@sjova.is
Fax: 440 2020

Gagnvirkar leiðir til að hafa samband
Opna netspjall Ábendingar, kvartanir & hrós
Mitt Sjóvá

Á Mínu Sjóvá getur þú skoðað yfirlit yfir tryggingarnar þínar, tilkynnt tjón og margt fleira

Opna Mitt Sjóvá
  • Facebook
  • Linkedin
  • Instagram

Hvort viltu einstaklings- eða fyrirtækjatryggingar?



Fáðu tilboð í tryggingarnar þínar og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Sjóvá

Óska eftir tilboði

Til að halda áfram þarftu rafræn skilríki eða að stofna aðgang að Mínu Sjóvá.
Ertu nú þegar í viðskiptum við okkur?

Smelltu þá hér til að tala við næsta lausa þjónustufulltrúa

Fáðu tilboð í tryggingarnar þínar og komdu í hóp ánægðra viðskiptavina Sjóvá

Hefja tilboðsferli

Til að halda áfram þarftu rafræn skilríki
Ekki með rafræn skilríki eða nú þegar í viðskiptum við okkur?

Smelltu þá hér til að tala við næsta lausa þjónustufulltrúa