Sjóvá opnar útibú á Höfn
Miðvikudaginn 12. febrúar opnum við útibú á Höfn í Hornafirði. Skrifstofan verður á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Miðbæ við Litlubrú 1 og verður opin mánudag til föstudag frá 11:00-16:00. Sjóvá hefur alltaf lagt sig fram við að veita framúrskarandi og aðgengilega þjónustu á landsbyggðinni. Við höfum áður haft þjónustu á Höfn í Hornafirði og erum full tilhlökkunar að halda áfram langri sögu Sjóvá á svæðinu.
Sjóvá gullhafi í Íslensku ánægjuvoginni 2024
Í síðustu viku kynntu Prósent og Stjórnvísi niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2024. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 69,1 stig og marktækt hæstu einkunnina á tryggingamarkaði og hlýtur því gullmerki Ánægjuvogarinnar.
Álagspróf EIOPA - niðurstöður Sjóvá
Evr­ópsku vá­trygg­inga- og líf­eyr­is­sjóða­eft­ir­lits­stofn­un­in (EI­OPA) lagði fyr­ir 48 vá­trygg­inga­fé­lög í Evr­ópu álags­próf á ár­inu 2024. Sjóvá var eitt af þeim félögum sem val­ið var til að taka þátt í þessu prófi. Upp­lýs­ing­ar um álags­próf­ið má finna á heima­síðu EI­OPA. Nið­ur­stöð­ur álags­prófs­ins fyr­ir Sjóvá byggja á gögn­um og upp­lýs­ing­um sem send­ar voru á Seðla­banka Ís­lands Fjár­mála­eft­ir­lit sem áfram­sendu þau til EI­OPA í sam­ræmi við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins (EU) nr. 1094/2010 í fram­hald­inu. Skoð­að­ar voru af­leið­ing­ar ým­issa nei­kvæðra sviðs­mynda á gjald­þol og lausa­fjár­stöðu fé­lag­anna sem tóku þátt. Sjá má nið­ur­stöð­ur Sjóvá
Breytingar á gjaldskrá NTÍ
Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%. 27. nóvember 2024, tilkynnti NTÍ um breytingar á iðgjöldum til stofnunarinnar, sem munu hækka úr 0,025% í 0,0375% af vátryggingafjárhæð frá og með 1. janúar 2025.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu 2024 (SFCR)

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2024. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Skýrslunni er m.a. ætlað að veita almenningi og markaðsaðilum upplýsingar um fjárhagslegan styrk, áhættu, eignir og skuldir félagsins og talnaupplýsingar.

Skýrslan er meðfylgjandi og má einnig finna á eftirfarandi síðu: https://www.sjova.is/sjova/upplysingagjof/fjarfestar/yfirlit-fjarfestaupplysinga

 

Viðhengi


Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

  • 1. fjórðungur 2025                          15. maí 2025
  • 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 2025
  • 3. fjórðungur 2025                          30. október 2025
  • Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026

Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu:

  • Aðalfundur 2026                            12. mars 2026


Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.


Sjóvá: Niðurstöður aðalfundar 13. mars 2025

Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. fór fram í dag, fimmtudaginn 13. mars 2024. Í viðhengi er að finna helstu niðurstöður frá aðalfundinum.

Kosið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórn hefur skipt með sér verkum. Formaður stjórnar er Björgólfur Jóhannsson og Hildur Árnadóttir varaformaður.

Í stjórn félagsins voru kjörin:
Björgólfur Jóhannsson                
Guðmundur Örn Gunnarsson        
Hildur Árnadóttir                        
Ingi Jóhann Guðmundsson                
Ingunn Agnes Kro                        

Eftirtalin voru kjörin sem varamenn í stjórn:
Erna Gísladóttir                         
Garðar Gíslason               

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.

Viðhengi


Sjóvá: Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025 - Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar

Aðalfundur Sjóvár verður haldinn í fundarsal félagsins Kringlunni 5, Reykjavík, fimmtudaginn 13. mars 2025 kl. 15:00.  

Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var þann 3. mars sl. og er dagskrá aðalfundar því óbreytt frá fyrri tilkynningu félagsins 19. febrúar 2025. Fyrir aðalfundinum liggja því óbreyttar tillögur og ályktanir frá stjórn félagsins sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn félagsins:
Björgólfur Jóhannsson
Hildur Árnadóttir
Guðmundur Örn Gunnarsson
Ingi Jóhann Guðmundsson
Ingunn Agnes Kro
Framboð vara­manna í stjórn:
Erna Gísladóttir
Garðar Gíslason

Framboðsfrestur er nú runninn út samkvæmt samþykktum félagsins og hafa frekari framboð ekki borist. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum, og tveim til vara, er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar.

Hluthafar og umboðsmenn þeirra geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 14:30 á aðalfundardag.

Fundargögn, umboð og frekari upplýsingar tengdar aðalfundinum er hægt að finna á vefsvæði félagsins https://www.sjova.is/adalfundur-2025/ .

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.

Viðhengi


Sjóvá - Aðalfundur 13. mars 2025

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar sem haldinn verður í fundarsal félagsins Kringlunni 5, Reykjavík, fimmtudaginn 13. mars 2025 kl. 15:00. 

Fundarboð með drögum að dagskrá fundarins og nánari upplýsingum um aðalfundarstörf er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt tillögum stjórnar og skýrslu tilnefningarnefndar.

Allar frekari upplýsingar varðandi aðalfundinn er að finna á vef félagsins https://www.sjova.is/adalfundur-2025/

 

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.

Viðhengi


Öryggi fyrir börnin
Barnavöruverslunin Fífa býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af barnabílstólum í verslun sinni í Faxafeni 8. Viðskiptavinir í Stofni fá einnig 15% afslátt af öryggisvörum fyrir börn frá vörumerkinu Clippasafe.
Afþreying, farsímar og fylgihlutir
Vodafone býður viðskiptavinum í Stofni frábær tilboð á spennandi afþreyingarpökkum ásamt afslætti af símum aukahlutum og hlífum. 50% afsláttur í 6 mánuði af völdum afþreyingarpökkum, Stöð 2+ eða Sport í 1 mánuð til reynslu. 20% af hulstrum, 10% af aukahlutum, 5% af símtækjum.
Eldvarnir og öryggi
Eldvarnamiðstöðin veitir viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnateppum, sjúkratöskum og fleiri öryggisvörum.
Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.