Sjóvá opnar útibú á Höfn

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025:
Fyrsti ársfjórðungur 2025 og horfur
Hermann Björnsson, forstjóri:
Afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi var neikvæð um 540 m.kr. og litaðist af erfiðu árferði á verðbréfamörkuðum en afar góðri afkomu af vátryggingastarfseminni. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 1.126 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 m.kr. Þá var samsett hlutfall 90,2% á fjórðungnum.
Frábær afkoma af vátryggingasamningum, 821 m.kr. fyrir skatta sem er með betri fyrstu ársfjórðungum sem við höfum skilað. Tekjuvöxtur nam 3,6%, drifinn áfram af vexti á einstaklingsmarkaði. Tíðarfar var nokkuð hagfellt og tjónaþróun undir áætlunum á fyrsta ársfjórðungi og munar þar mest um jákvæða þróun í eignatryggingum á milli ára en ekkert stórtjón henti á fjórðungnum.
Í breyttu umhverfi á vátryggingamarkaði munum við áfram einbeita okkar að þeim áherslum sem markað hafa sterka stöðu okkar. Við leggjum áherslu á arðbæran og ábyrgan vátryggingarekstur þar sem samskipti við viðskiptamenn byggja á þekkingu og gagnkvæmri virðingu. Staða okkar hefur haldist mjög sterk eins og nýjar kannanir sem Prósent framkvæmdi í vikunni sýna, þar sem m.a. er spurt: „Ef þú værir að skipta um tryggingafélaga hvaða félag yrði fyrir valinu“. Líkt og undanfarin ár er niðurstaðan sú að Sjóvá er efst allra tryggingarfélaga og mjög mikill munur er á okkur og öðrum tryggingafélögum. Þessi niðurstaða sýnir sterka ímynd okkar gagnvart viðskiptavinum annarra tryggingafélaga sem gefur okkur byr sem eina sjálfstæða tryggingafélagið á vátryggingamarkaði.
Tap af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta var 704 m.kr. og ávöxtun eigna í stýringu -1,0% sem er langt undir væntingum. Gríðarlegar sveiflur hafa verið á verðbréfamörkuðum um heim allan það sem af er ári og fóru innlendir verðbréfamarkaðir ekki varhluta af þeirri þróun. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri ávöxtun á fjórðungnum fyrir utan skráð hlutabréf þar sem ávöxtun var neikvæð um 9,0%. Þá var ávöxtun ríkisskuldabréfa 1,9%, annarra skuldabréfa 2,0% og safnsins alls -1,0%.
Horfur okkar eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta árið 2025 og til næstu 12 mánaða áætluð á bilinu 1.700 – 2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93 - 95%. Leiða má líkum að því að neikvæð áhrif áfallinna vaxta verði meiri en horfur gerðu ráð fyrir, um 1.500 m.kr. á árinu, þar sem vextir hafa lækkað frá áramótum. Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.
Við gerð áætlunar er stuðst við ýmis opinber gögn, t.d. spár um þróun vísitalna, hagvöxt og áætlaðan ferðamannafjölda. Þá er litið til tjónaþróunar undanfarinna ára auk þess sem áætlað er fyrir tveimur til þremur stórtjónum á árinu.
Kynningarfundur 15. maí kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 15. maí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni sjova.is/afkomukynning. Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Fjárhagsdagatal
2. ársfjórðungur 2025……………………………. 17. júlí 2025
3. ársfjórðungur 2025……………………………. 30. október 2025
Ársuppgjör 2025……………………………………. 12. febrúar 2026
Aðalfundur 2026……………………………………. 12. mars 2026
Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2025.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 15. maí nk.
Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 15. maí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/afkomukynning.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2024. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.
Skýrslunni er m.a. ætlað að veita almenningi og markaðsaðilum upplýsingar um fjárhagslegan styrk, áhættu, eignir og skuldir félagsins og talnaupplýsingar.
Skýrslan er meðfylgjandi og má einnig finna á eftirfarandi síðu: https://www.sjova.is/sjova/upplysingagjof/fjarfestar/yfirlit-fjarfestaupplysinga
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:
Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu:
Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. fór fram í dag, fimmtudaginn 13. mars 2024. Í viðhengi er að finna helstu niðurstöður frá aðalfundinum.
Kosið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórn hefur skipt með sér verkum. Formaður stjórnar er Björgólfur Jóhannsson og Hildur Árnadóttir varaformaður.
Í stjórn félagsins voru kjörin:
Björgólfur Jóhannsson
Guðmundur Örn Gunnarsson
Hildur Árnadóttir
Ingi Jóhann Guðmundsson
Ingunn Agnes Kro
Eftirtalin voru kjörin sem varamenn í stjórn:
Erna Gísladóttir
Garðar Gíslason
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.
Viðhengi
Árs- og sjálfbærniskýrsla Sjóvá-Almennar tryggingar hf. fyrir árið 2024 hefur verið birt í tengslum við ársuppgjör félagsins.
Árs- og sjálfbærniskýrslan er á rafrænu formi og hægt að nálgast hana á eftirfarandi vefsvæði https://arsskyrsla.sjova.is/
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.