Álagspróf EIOPA - niðurstöður Sjóvá
Evr­ópsku vá­trygg­inga- og líf­eyr­is­sjóða­eft­ir­lits­stofn­un­in (EI­OPA) lagði fyr­ir 48 vá­trygg­inga­fé­lög í Evr­ópu álags­próf á ár­inu 2024. Sjóvá var eitt af þeim félögum sem val­ið var til að taka þátt í þessu prófi. Upp­lýs­ing­ar um álags­próf­ið má finna á heima­síðu EI­OPA. Nið­ur­stöð­ur álags­prófs­ins fyr­ir Sjóvá byggja á gögn­um og upp­lýs­ing­um sem send­ar voru á Seðla­banka Ís­lands Fjár­mála­eft­ir­lit sem áfram­sendu þau til EI­OPA í sam­ræmi við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins (EU) nr. 1094/2010 í fram­hald­inu. Skoð­að­ar voru af­leið­ing­ar ým­issa nei­kvæðra sviðs­mynda á gjald­þol og lausa­fjár­stöðu fé­lag­anna sem tóku þátt. Sjá má nið­ur­stöð­ur Sjóvá
Breytingar á gjaldskrá NTÍ
Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%. 27. nóvember 2024, tilkynnti NTÍ um breytingar á iðgjöldum til stofnunarinnar, sem munu hækka úr 0,025% í 0,0375% af vátryggingafjárhæð frá og með 1. janúar 2025.
Ljósafoss 2024
Um helgina gekk góður hópur vaskra einstaklinga upp Esjuna og myndaði síðan ljósafoss niður hlíðina. Þetta var gert til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Ljósið vinnur á hverjum degi með þeim sem eru í endurhæfingu í krabbameinsmeðferð og aðstandendur þeirra. Það var mikilfenglegt að fylgjast með því þegar höfuðljós hátt í 400 manns lýstu upp svart skammdegið og Esjuhlíðar á laugardaginn síðasta. Hraustmennin létu ekki smá rigningu og þokusudda á sig fá og var góða skapið með í för og ungir sem aldnir skemmtu sér vel í góðra vina hópi.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Tilnefningarnefnd Sjóvá-Almennra trygginga hf. auglýsir eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Sjóvár vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 13. mars 2025.

Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar er til loka mánudagsins 20. janúar 2025. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vefsvæði félagsins á slóðinni 
https://www.sjova.is/frambod-til-stjornarsetu/ og skal skila á netfangið
tilnefningarnefnd@sjova.is.

Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm sólarhringum fyrir aðalfund. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki, en nefndin ábyrgist ekki að lagt verði mat á framboð sem berast þeim eftir 20. janúar 2025. Nefndin áskilur sér þó rétt til að endurskoða tillögu þá sem birt verður samhliða aðalfundarboði og verður endurskoðuð tillaga þá birt a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund.

Mat nefndarinnar og tilnefning frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt samhliða aðalfundarboði sem birt verður skemmst þremur vikum fyrir aðalfund.


Sjóvá: Fjárhagsdagatal 2025

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

  • Ársuppgjör 2024                             6. febrúar 2025
  • 1. fjórðungur 2025                          30. apríl 2025
  • 2. fjórðungur 2025                          17. júlí 2025
  • 3. fjórðungur 2025                          30. október 2025
  • Ársuppgjör 2025                             12. febrúar 2026

Aðalfundur verður haldinn á neðangreindri dagsetningu:

  • Aðalfundur 2025                            13. mars 2025


Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.


Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2024

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2024:

Þriðji ársfjórðungur 2024

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 877 m.kr. (3F 2023: 595 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 710 m.kr. (3F 2023: 1.319 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.441 m.kr. (3F 2023: 1.738 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 2,3% (3F 2023: 3,0%)
  • Samsett hlutfall 89,9% (3F 2023: 92,7%)

Fyrstu níu mánuðir ársins 2024 og horfur

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 970 m.kr. (9M 2023: 995 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 757 m.kr. (9M 2023: 1.717 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.429 m.kr. (9M 2023: 2.304 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 3,8% (9M 2023: 4,4%)
  • Samsett hlutfall 96,1% (9M 2023: 95,7%)
    • Horfur fyrir árið 2024 eru óbreyttar og gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall 95-97%
    • Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.700-2.400 m.kr. og samsett hlutfall 93-95%

Hermann Björnsson, forstjóri:
Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.441 m.kr. og samsett hlutfall var 89,9%. Afkoma fjárfestinga fyrir fjármagnsliði var 1.252 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum var 877 m.kr.

Afar sterkur grunnrekstur endurspeglar niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum er í takt við áætlanir og nam 6,9% sem er minna en síðustu misseri en taka verður tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hefur vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verður lögð áhersla á arðbæran og skynsaman tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu en vöxtur er gjarnan afleiðing þess eins og hefur verið í tilfelli okkar.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði á fjórðungnum nam 1.252 m.kr. sem er í samræmi við væntingar m.v. núverandi vaxtastig og samsetningu eignasafnsins. Markaðir voru heilt yfir góðir á fjórðungnum með lækkandi verðbólgu og væntingum um að vaxtalækkunarferli gæti hafist á síðasta fjórðungi ársins, sem varð raunin. Helstu tíðindin á fjórðungnum eru breytingar innan safns óskráðra hlutabréfa þar sem eignarhlutur Sjóvár í Controlant var færður niður um 417 m.kr., eignarhlutur í Loðnuvinnslunni upp um 178 m.kr. og eignarhlutur í Origo upp um 157 m.kr. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 6,1%, ríkisskuldabréfa 1,3%, annarra skuldabréfa 1,4% og safnsins alls 2,3%. Í lok þriðja fjórðungs nam stærð eignasafnsins 59,6 milljörðum kr.

Hagnaður Sjóvár fyrir skatta á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 1.775 m.kr. Þar af nam hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 970 m.kr. og samsett hlutfall 96,1%. Þá var hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta 2.016 m.kr. Mörg stór brunatjón hafa orðið á árinu sem nema samtals tæpum 1.200 m.kr. í eigin hlut og vigta um 5 prósentustig í samsettu hlutfalli. Í því ljósi má segja að niðurstöðurnar úr rekstri séu mjög sterkar.

Mikið var um að vera á nýliðnum ársfjórðungi og margar ánægjulegar fréttir af starfseminni.

Í október hlaut Sjóvá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA í sjötta sinn. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar. Þá hlaut Sjóvá viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.

Sjóvá var einnig efst tryggingafélaga í Sjálfbærniásnum en Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi viðurkenning byggi á svörum neytenda því það er einmitt í samstarfi við þá og okkar góðu samstarfsaðila sem við getum náð bestum árangri í þessum efnum, eins og dæmin sanna.

Sem fyrr er Sjóvá fyrsta val á tryggingamarkaði og með tryggustu viðskiptavinina skv. könnun Prósents í október 2024.

Við erum afar ánægð með þessar góðu niðurstöður og vitum að allt helst þetta í hendur og undirbyggir góðan rekstur.

Ánægjulegt er að segja frá því að fjórða björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var afhent formlega á ráðstefnu Landsbjargar, Björgun. Þá var tilkynnt við sama tilefni að fjármögnun fyrir næsta björgunarskip félagsins væri tryggð og skrifað hefði verið undir samning um smíði skipsins, sem staðsett verður á Höfn í Hornafirði. Um miklar gleðifréttir er að ræða en Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili Landsbjargar í áraraðir.

Í september sl. var gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk félagsins í samræmi við samþykkta kaupréttaráætlun, auk viðauka sem samþykktur var í október og lýtur að arðsleiðréttingum. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sjóvár og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins og hluthafa þess.

Horfur okkar fyrir afkomu þessa árs og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar, þ.e. að samsett hlutfall ársins 2024 verði 95-97% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.100-1.600 m.kr. Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði 93-95% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.700-2.400 m.kr.

Kynningarfundur 21. október kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 21. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2024/.
Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal
Ársuppgjör 2024        6. febrúar 2025
Aðalfundur 2025        13. mars 2025

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2024.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.


Viðhengi


Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024 verður birt 21. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024 eftir lokun markaða mánudaginn 21. október nk.

Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 21. október nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2024/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Úthlutun kauprétta

Á  aðalfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. („Sjóvá“ eða „félagið“), þann 7. mars 2024 var stjórn félagsins veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun byggða á 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og gera á grundvelli hennar kaupréttarsamninga við allt starfsfólk Sjóvá. Kaupréttaráætlunin var staðfest af Skattinum þann 13. ágúst síðastliðinn.

Nú hefur verið gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk í samræmi við samþykkta kaupréttaáætlun. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Sjóvá og er markmið áætlunarinnar að samþætta hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins og hluthafa þess.

Samkvæmt áætluninni öðlast hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hlut í félaginu fyrir allt að 1.500.000 kr. einu sinni á ári í þrjú ár, eftir birtingu níu mánaða uppgjörs árin 2025, 2026 og 2027, samtals fyrir allt að 4.500.000 krónur.

Kaupverð hlutanna er vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins í kauphöll síðustu tíu viðskiptadaga fyrir samningsdag, sem er 18. september, eða 37,54 krónur á hvern hlut.

Alls gerðu 180 starfsmenn Sjóvá kaupréttarsamning sem ná til allt að 7.192.260 hluta á ári miðað við 100% nýtingu kauprétta.

Kaupréttaráætlun Sjóvá og viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti má finna í meðfylgjandi skjölum.

Viðhengi


Sjóvá - Árshlutauppgjör vegna 2. ársfjórðungs 2024

13 m.kr. tap og samsett hlutfall 99,4% á fyrstu sex mánuðum ársins

Annar ársfjórðungur 2024

  • Tap af vátryggingasamningum fyrir skatta 150 m.kr. (2F 2023: 495 m.kr. hagnaður)
  • Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta 317 m.kr. (2F 2023: 415 m.kr. tap)
  • Tap tímabilsins 434 m.kr. (2F 2023: 69 m.kr. tap)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 0,3% (2F 2023: -0,2%)
  • Samsett hlutfall 101,8% (2F 2023: 93,6%)

Fyrstu sex mánuðir ársins 2024 og horfur

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 92 m.kr. (6M 2023: 401 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 46 m.kr. (6M 2023: 397 m.kr.)
  • Tap tímabilsins 13 m.kr. (6M 2023: 566 m.kr. hagnaður)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,5% (6M 2023: 1,4%)
  • Samsett hlutfall 99,4% (6M 2023: 97,3%)
  • Horfur fyrir árið 2024 eru óbreyttar og gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall 95-97%
  • Horfur til næstu 12 mánaða eru óbreyttar og gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall 95-97%

Hermann Björnsson, forstjóri:

Tap Sjóvár á öðrum ársfjórðungi nam 434 m.kr. og samsett hlutfall var 101,8%. Afkoma fjárfestinga fyrir fjármagnsliði var 61 m.kr. og tap af vátryggingasamningum var 150 m.kr.

Almennt séð var tjónaþróun hagfelld á fjórðungnum og betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar hentu fjórir stórir brunar viðskiptavini okkar á fjórðungnum. Eðli málsins samkvæmt hafa tjón sem þessi mikil áhrif á afkomu þess fjórðungs sem þau lenda á en undirliggjandi rekstur er mjög sterkur sem mildar áhrifin að miklu leyti. Áhrif brunatjóna á samsett hlutfall á fjórðungnum nam 10 prósentustigum.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði var 61 m.kr. sem er undir væntingum en ásættanlegt í ljósi markaðsaðstæðna þar sem innlendir eignamarkaðir hafa verið afleitir síðustu misseri. Allir eignaflokkar, að undanskildum skráðum hlutabréfum, skiluðu jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var -3,6%, ríkisskuldabréfa 1,4%, annarra skuldabréfa 2,1% og safnsins alls 0,3%. Í lok annars fjórðungs nam stærð eignasafnsins 56,6 milljörðum kr.

Hagnaður Sjóvár fyrir skatta á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 176 m.kr. Þar af nam hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 92 m.kr. og samsett hlutfall 99,4%. Þá var hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta 764 m.kr.

Mikið var um að vera á nýliðnum ársfjórðungi og margar ánægjulegar fréttir af starfseminni.

Í ár fagnar vildarþjónusta Sjóvár, Stofn, 30 ára afmæli og eru því 30 ár liðin frá því að við hófum að endurgreiða tjónlausum Stofnfélögum hluta þeirra iðgjalda árlega. Heildarendurgreiðslur til viðskiptavina í Stofni á þessum 30 árum nema rúmlega 10 milljörðum króna. Stofn er fjölmennasta vildarkerfi á íslenskum tryggingamarkaði og eru fjölskyldur í Stofni nú 42.700.  

Sem fyrr er Sjóvá fyrsta val á tryggingamarkaði og með tryggustu viðskiptavinina skv. könnun Prósents í apríl 2024. Þá er Sjóvá sjöunda árið í röð í 10 efstu sætum meðal stærri fyrirtækja í könnun VR um Fyrirtæki ársins 2024. Sjóvá hlaut því nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki 2024 ásamt því að fá Fræðsluviðurkenningu VR, sem er ný viðurkenning og veitt einu fyrirtæki í hverjum stærðarflokki sem þykir skara fram úr í starfsþróun og eflingu símenntunar.

Við erum afar ánægð með þessar góðu niðurstöður og þakklát fyrir að starfsfólk okkar sé jafn ánægt og stolt af því að starfa hjá Sjóvá eins og raun ber vitni. Öflugur mannauður er grunnurinn að góðri þjónustu og ánægju viðskiptavina.

Þá gaf Reitun nýlega út UFS sjálfbærnimat á Sjóvá sem fékk einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum sem telst góð einkunn. Félagið hækkar um tvö stig milli ára og fer upp um flokk úr B2 í B1. Matið gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum.

Þegar horfur fyrir 2024 eru metnar verður að taka tillit til stórra brunatjóna sem hent hafa okkar viðskiptavini það sem af er ári. Okkar áætlanir gera ráð fyrir stórum tjónum sem nú hafa raungerst á fyrstu 6 mánuðum ársins. Einnig verður að líta til þess að undirliggjandi rekstur á fyrstu 6 mánuðum er afar sterkur og umfram væntingar. Horfur fyrir árið 2024 eru óbreyttar og er afkoma af vátryggingasamningum því enn áætluð 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall á bilinu 95-97%. Að óbreyttu má reikna með að niðurstaðan verði í neðri mörkum í afkomu og efri mörkum í samsettu hlutfalli. Horfur til næstu 12 mánaða eru einnig óbreyttar og gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall 95-97%. Gangi þessar horfur eftir verður að telja þá niðurstöðu mjög vel við unandi.

Kynningarfundur 17. júlí kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 17. júlí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-2f-2024/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

3. ársfjórðungur 2024 21. október 2024
Ársuppgjör 2024 6. febrúar 2025
Aðalfundur 2025 13. mars 2025

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna annars ársfjórðungs 2024.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is

Viðhengi


Öryggi fyrir börnin
Barnavöruverslunin Fífa býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af barnabílstólum í verslun sinni í Faxafeni 8. Viðskiptavinir í Stofni fá einnig 15% afslátt af öryggisvörum fyrir börn frá vörumerkinu Clippasafe.
Afþreying, farsímar og fylgihlutir
Vodafone býður viðskiptavinum í Stofni frábær tilboð á spennandi afþreyingarpökkum ásamt afslætti af símum aukahlutum og hlífum. 50% afsláttur í 6 mánuði af völdum afþreyingarpökkum, Stöð 2+ eða Sport í 1 mánuð til reynslu. 20% af hulstrum, 10% af aukahlutum, 5% af símtækjum.
Eldvarnir og öryggi
Eldvarnamiðstöðin veitir viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnateppum, sjúkratöskum og fleiri öryggisvörum.
Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.