Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Kostnaðurinn sem er með í þessum útreikningi er af þrennu tagi. Stærsti liðurinn eru greiðslur vegna tjóna tímabilsins, þ.e. greiðslur til vátryggjenda. Hinir liðirnir eru greiðslur til endurtryggjenda og annar rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri. Rekstrarkostnaður vegna fjárfestingastarfsemi er ekki tekinn með hér, enda ekki markmiðið að iðgjöld standi undir þeim kostnaði.
Tjón tímabilsins + hluti endurtryggjenda í iðgjöldum og tjónum + rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri
________
Iðgjöld
Ef hlutfallið er 100% nægja iðgjöld tímabilsins fyrir öllum gjöldum tímabilsins, ef hlutfallið er yfir 100% er tap af vátryggingarekstrinum en afgangur ef hlutfallið er undir 100%.