Langar þig að vinna hjá Sjóvá? Hjá okkur starfa um 180 manns og þar af um 150 í höfuðstöðvum okkar í Kringlunni 5 en Sjóvá er með útibú víðsvegar um landið. Sendu inn almenna umsókn.
Ert þú að leita þér að sumarstarfi? Við erum einmitt að leita að hressu og jákvæðu starfsfólki sem hefur vilja til þess að veita framúrskarandi þjónustu.
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í persónutryggingum. Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf í samstilltum hópi sem leggur metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.
Nýleg könnun leiðir í ljós að starfsánægja hjá okkur er með því mesta sem gerist hérlendis, og svo er líka geggjað mötuneyti (já, það skiptir máli).