Reitun gaf nýlega út UFS sjálfbærnimat á Sjóvá sem fékk einkunnina B1 og 80 stig af 100 mögulegum sem telst góð einkunn. Félagið hækkar um tvö stig milli ára og fer upp um flokk úr B2 í B1.
Meðaltal íslenska markaðarins stendur nú í 71 stigi af 100 mögulegum.
Sjóvá mælist yfir meðaltali í öllum flokkum (umhverfisþættir, félagsþættir og stjórnarhættir) í samanburði við önnur félög sem metin hafa verið. Samantekt matsins og nánari upplýsingar má nálgast hér.
Matið gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. UFS (e. ESG) mat er framkvæmt fyrir hönd fjárfesta á útgefendum verðbréfa sem nýta matið til að veita félögum í eignasöfnum sínum aðhald og ýta undir framþróun á þessum sviðum.